Home > Author > Halldór Armand >

" Hlustaðu nú á mig. Þetta er stóra leyndarmálið sem ég vil að þú skiljir. Það breytir öllu að vita þetta. Þú ræður því hver þú ert. Þú ákveður það. Það hvað aðrir hugsa og segja tengist því ekki neitt, hefur engin áhrif á það. Hér, einmitt hér er mikilfengleiki okkar falinn, þetta eru töfrarnir, við getum öll orðið ný, við getum ýtt á delete takkann og strokað út setningarnar, breyst í eitthvað annað og meira, sáldrað nýjum stjörnum yfir nóttina. Það er ekkert meitlað í steininn, þú mátt breyta handritinu, skipta um hlutverk, ef þú heyrir sönginn gerðu þá byltinguna í hjarta þínu. Svona erum við eins og listaverk í fjörunni, sem hverfa undir næstu öldu og verða ný. "

Halldór Armand , Bróðir


Image for Quotes

Halldór Armand quote : Hlustaðu nú á mig. Þetta er stóra leyndarmálið sem ég vil að þú skiljir. Það breytir öllu að vita þetta. Þú ræður því hver þú ert. Þú ákveður það. Það hvað aðrir hugsa og segja tengist því ekki neitt, hefur engin áhrif á það. Hér, einmitt hér er mikilfengleiki okkar falinn, þetta eru töfrarnir, við getum öll orðið ný, við getum ýtt á delete takkann og strokað út setningarnar, breyst í eitthvað annað og meira, sáldrað nýjum stjörnum yfir nóttina. Það er ekkert meitlað í steininn, þú mátt breyta handritinu, skipta um hlutverk, ef þú heyrir sönginn gerðu þá byltinguna í hjarta þínu. Svona erum við eins og listaverk í fjörunni, sem hverfa undir næstu öldu og verða ný.